Samkvæmt frumvarpi ríkisstjórnarinnar um breytingu á lögum um greiðslujöfnun fasteignalána til einstaklinga mun greiðslubyrði þeirra lækka um allt að 10% strax við næstu mánaðarmót, og allt að 17% að ári liðnu en ella hefði orðið án greiðslujöfnunar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félagsmálaráðuneytinu.

Ný greiðslujöfnunarvísitala verður reiknuð út mánaðarlega, en í henna verður vegin saman launaþróun og þróun atvinnustigs. Ef afborganir samkvæmt hinni nýju vísitölu lægri en yrði miðað við neysluverðsvísitölu er þeim hluta afborgana lána sem mismuninum nema frestað þar til greiðslujöfnunarvísitalan hækkar á ný umfram neysluverðsvísitöluna. Sá hluta afborgana sem er frestað er síðan lagður inn á sérstakan jöfnunarreikning sem bætist við höfuðstól lánsins.

Þessu er öfugt farið þegar greiðslur samkvæmt greiðslujöfnunarvísitölu eru hærri en samkvæmt vísitölu neysluverðs – þá greiðist mismunurinn inn á jöfnunarreikninginn til lækkunar höfuðstóls lánsins. Lántökum er í sjálfsvald sett hvort þeir nýti sér greiðslujöfnunarþjónustuna.

Greiðslujöfnun af þessu tagi getur verkað til léttari afborgana, en þeir sem nýta sér hana munu þurfa að bera aukinn kostnað af lánum sínum í formi vaxta og verðbóta.