„Í viðtali við Viðskiptablaðið í gær telur Arnór Sighvatsson aðalhagfræðingur Seðlabankans að skoðanir mínar á peningastefnu Seðlabankans séu einhver ný hagfræðikenning," segir Ragnar Árnason hagfræðiprófessor í svari sínu í Viðskiptablaðinu við gagnrýni Arnórs.

„Segir hann það standa upp á mig að útskýra þessa kenningu og hvernig stuðla eigi að stöðugleika verðlags í landinu. Sjálfsagt er að verða við þessum tilmælum að því marki sem unnt er í stuttri blaðagrein.Jafnframt ber að fagna því að opinber umræða um þetta mikilvæga mál sé hafin," segir hann.

„Því er fyrst til að svara að skoðun mín á vaxtastefnu Seðlabankans og áhrifum hennar er engin ný hagfræðikenning.

Það sem ég hef sagt um þessa stefnu eru einungis tiltölulegar augljósar ályktanir af viðurkenndum kenningum hagfræðinnar um samhengi stærða í efnahagsumhverfi þar sem fjármagn og gjaldeyrir getur flætt hindrunarlítið á milli landa.

Meginatriði þessa samhengis rakti ég í grein sem ég ritaði í ritgerðasafnið „Rannsóknir í Félagsvísindum VII“ árið 2006. Þar er vísað í ýmsar heimildir."

_____________________________________

Í Viðskiptablaðinu á morgun er að finna heilsíðugrein Ragnars um málið. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum frá kl. 21:00. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .