*

mánudagur, 27. janúar 2020
Erlent 5. september 2019 10:36

Ný hindrun í vegi Max vélanna

Evrópsku flugmálayfirvöldin munu ekki treysta bandarískum starfsbræðrum sínum um öryggi Boeing 737 Max vélanna.

Ingvar Haraldsson
epa

Evrópsku flugmálayfirvöldin Easa ætla að gera eigin prófanir á 737 Max flugvélum Boeing, sem hafa verið kyrrsettar frá því í mars. Afstaða evrópskra flugmálayfirvalda þykja áfall fyrir Boeing sem vonast til að koma flugvélunum sem fyrst í notkun. Alla jafna hafa flugmálayfirvöld sætt sig við samþykki annara þjóða á notkun flugvéla. BBC greinir frá.

Evrópuþjóðirnar treysta hins vegar ekki samþykki bandarísku flugmálayfirvöldunum FAA fyllilega eftir að þær samþykktu notkun 737 Max flugvélanna. Tvö flugslys þar sem 737 Max vélarnar hröpuðu skömmu eftir flugtak í Indónesíu og Eþíópíu öllu því að 346 manns létust.

Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að Boeing vonist til þess að FAA gefi samþykki fyrir notkun vélanna í næsta mánuði og þær verði teknar í notkun innan Bandaríkjanna á þessu ári. Lengra gæti hins vegar verið í að heimilað verði að nota vélarnar í Evrópu.

Icelandair getur ekki tekið sínar 737 Max flugvélar í notkun fyrr en evrópsk flugmálayfirvöld gefa grænt ljós en 29% flugferða Icelandair í sumar átti að vera með 737 Max vélunum.

Stikkorð: Boeing Icelandair 737 Max Easa