Facebook stefnir að því að gefa út nýja útgáfu af samfélagsmiðlinum Instagram sem er sérstaklega hönnuð fyrir krakka undir þrettán ára aldri. Guardian greinir frá.

Eins og er krökkum undir þrettán ára ekki heimilt að stofna aðgang á Instagram. Hugmyndin með nýju útgáfunni væri að gera krökkum kleift að nota samfélagsmiðilinn á „öruggan“ máta, að því er kom fram í tölvupósti sem var sendur á starfsmenn.

Þetta er ekki í fyrst sinn sem Facebook fer þessa leið en árið 2017 gaf fyrirtækið út Messenger Kids, sérútgáfu af Messenger samskiptaforriti Facebook fyrir krakka undir þrettán ára aldri. Forritið inniheldur ýmsar eftirlitsstillingar fyrir foreldra.

„Krakkar eru í auknum mæli að biðja foreldra um að fá að skrá sig í smáforrit sem hjálpa þeim að eiga samskipti við vini,“ er haft eftir Joe Osborne, talsmanni Facebook. „Á þessari stundu eru ekki margir valmöguleikar fyrir foreldra og því erum við að vinna að því að gefa frá okkur nýjar vörur – líkt og við gerðum með Messenger Kids – sem eru hentugar fyrir krakka en með stýrðum aðgangi af foreldrum.“

„Við erum að kanna möguleikann á að gefa út upplifun af Instagram, með öryggisstillingar fyrir foreldra, sem myndi hjálpa krökkum að halda sambandi við vina sína, uppgötva nýjar tómstundir og áhugamál, ásamt fleiru.“

Fyrirtækið veitti því athygli, í færslu á Instagram vefsíðunni, að þrátt fyrir fólk væri krafið um að veita upplýsingar um aldur við skráningu, þá væri ekkert sem kemur í veg fyrir að fólk geti logið um aldur sinn. Facebook sagðist ætla að leysa þetta vandamál með því að nota vélrænt nám (e. machine learning) til að ákvarða raunverulegan aldur fólks í forritinu.

Einnig hyggst Instagram uppfæra öryggisstaðla sem myndi koma í veg fyrir að fullorðnir einstaklingar gætu átt samskipti við fólk undir átján ára aldri sem fylgdu þeim ekki, senda öryggismeldingar til unglinga þegar fullorðinn einstaklingur sendir þeim ítrekaðar vinabeiðnir eða skilaboð ásamt því að torvelda fullorðnum að leita og fylgja unglingum. Einnig verða unglingar hvattir til að gera aðganga sína lokaða (e. private) við skráningu.