*

mánudagur, 2. ágúst 2021
Innlent 28. desember 2007 17:44

Ný kaupréttaráætlun hjá FL Group

Ritstjórn

Ný kaupréttaráætlun var samþykkt hjá FL Group í gær. Tekur áætlunin til allt að 361 milljón hluta að nafnverði. Á sama tíma eru felldir niður áður útgefnir kaupréttir að 136 milljón hlutum, segir í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Kaupréttarsamningar á grundvelli áætlunarinnar eru til þriggja ára og  verðurheimilt að innleysa 1/3 heildarkaupréttarins árlega. Eru þeir innleysanlegir 1. mars  á árunum 2009-2011.  Kaupréttargengi skv. samningunum er í samræmi við viðskiptaverð með hluti í FL. á þeim degi sem samningarnir eru gerðir.

Á grundvelli áætlunarinnar hafa í dag verið gerðir kaupréttarsamningar að 342 milljónum nafnverðshluta á genginu 14,7. Á meðal þeirra starfsmanna sem kaupréttarsamningar hafa verið gerðir við eru eftirtaldir:

Jón Sigurðsson, forstjóri, 150 milljónir nafnverðshluta. Fyrir á Jón kauprétt að 51,5 milljónum hluta í félaginu. Hvorki Jón eða aðilar fjárhagslega tengdir honum eiga eignarhluti í FL.

Benedikt Gíslason, framkvæmdastjóri, 35 milljónir nafnverðshluta. Benedikt á ekki fyrir  kauprétt að  hlutum í félaginu. Hvorki Benedikt eða aðilar fjárhagslega tengdir honum eiga eignarhluti í FL.

Örvar Kærnested, framkvæmdastjóri, 80 milljónir nafnverðshluta. Fyrir á Örvar kauprétt að 0 hlutum í félaginu. Örvar á ekki hluti í FL Group en aðilar fjárhagslega tengdir honum eiga 5.000 nafnverðshluti í FL.

Eftir útgáfu framangreindra kauprétta er heildarnafnverð útgefinna kauprétta til starfsmanna FL Group hf. kr. 501 milljón að nafnverði og er vegið meðalgengi útgefinna kauprétta kr. 15,29 á hlut.