Mjög mjótt er á munum milli þeirra sem myndu kjósa með eða móti áframhaldandi aðild Bretlands að Evrópusambandinu.

Samkvæmt könnun YouGov sem framkvæmd var sunnudag til þriðjudags myndu 38% kjósa að Bretlandi myndi yfirgefa Evrópusambandið en 37% að það myndi halda áfram aðild sinni, ef kosið væri nú.

Athygli vekur að 20% aðspurðra eru óákveðnir og 5% ætla ekki að kjósa.

Þrátt fyrir þessa niðurstöðu telur skoðunarkönnunarfyrirtækið að meiri líkur sé á því að Bretar muni komast að þeirri niðurstöðu að konungsríkið eigi að vera áfram í Evrópusambandinu.

Það byggir þá niðurstöðu á öðrum spurningum í könnuninni, svo sem hvort Bretland muni farnast efnahagslega betur innan eða utan Evrópusambandsins.