Framsóknarflokkurinn mælist áfram með mest fylgi allra flokka á Íslandi, samkvæmt nýrri könnun MMR. Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 32,7%, borið saman við 30,2% í síðustu mælingu MMR. Pírataflokkurinn bætir við sig fylgi og mælist nú 9,0%, borið saman við 7,8% í síðustu mælingu.

Sjálfstæðisflokkurinn bætir einnig við sig fylgi og mælist hann nú 22,9% borið saman við 21,2% í síðustu mælingu. Dögun bætir einnig við sig fylgi og mælist nú 3,6%, borið saman við 1,9% í síðustu mælingu. Fylgi Vinstri grænna dregst nokkuð saman og mælist nú 6,7% borið saman við 8,1% í síðustu mælingu. Samfylking mælist með 10,4% fylgi og Björt framtíð mælist með 9,5%. Fylgi þessara flokka er á svipuðum slóðum og það var í síðustu könnun, sem og fylgi annarra flokka.

Könnunin var gerð a dögunum 11. til 14. apríl og tóku 930 manns þátt í henni. Um 81,9% tóku afstöðu til flokka, 7,8% sögðust óákveðnir, 5,5% sögðust ætla að skila auðu, 1,4% sögðust ekki ætla að kjósa og 3,4% vildu ekki gefa upp afstöðu sína.