Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkur landsins miðað við niðurstöður nýrrar könnunar MMR. Framsókn tapar töluverðu fylgi, sem og Björt framtíð og Píratar, en Samfylking og Vinstri-græn bæta við sig fylgi.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með 27,5% fylgi, borið saman við 22,9% í síðustu mælingu. Framsóknarflokkurinn mælist nú með 25,6% fylgi, borið saman við 32,7% í síðustu mælingu.

Samfylkingin mælist nú með 13,5% fylgi, borið saman við 10,4% í síðustu mælingu og Vinstri græn mælast nú með 8,1% fylgi, borið saman við 6,7%. Björt framtíð mælist nú með 8,3% fylgi borið saman við 9,5% í síðustu mælingu og Pírataflokkurinn mælist nú með 6,7% fylgi, borið saman við 9,0% í síðustu mælingu. Stuðningur við önnur framboð ýmist stóð í stað eða breyttist lítillega. Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú 26,4%.

Könnunin var gerð á tímabilinu 17. til 18. apríl og tóku 859 einstaklingar á aldrinum 18-67 ára þátt í henni. Alls gáfu 86,4% þeirra upp afstöðu til flokka.