*

laugardagur, 15. maí 2021
Innlent 6. mars 2014 07:38

Ný könnun: Stór hluti fylgjandi tollfrjálsum innflutningi

Fólk á landsbyggðinni vill síður tollfrjálsan innflutning á landbúnaðarvörum en íbúar á höfuðborgarsvæðinu.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Rétt um helmingur landsmanna eða 49,8% er fylgj­andi því að heimilt verði að flytja inn landbúnaðarvörur án tolla til Íslands, samkvæmt niðurstöðum könn­unar sem Viðskiptablaðið lét MMR framkvæmda. Fjallað er um könnunina í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag. Af þeim sem tóku afstöðu voru 31,7% andvíg tollfrjálsum innflutningi landbún­aðarvara. Af þeim sem tóku afstöðu var 61,1% fylgjandi innflutningi án tolls en 38,9% á móti. Alls var fjöldi þáttakenda 1.013 en svarhlutfall var 90,4%.

Fram kemur í niðurstöðum könnunarinnar að 55% karla eru fylgjandi tollafrelsi en 32% andvíg á meðan 44% kvenna eru fylgjandi og 35% þeirra andvígar slíkum innflutningi. 

Landsbyggðin á móti

Mikill munur er á afstöðu svar­enda eftir búsetu en 59% íbúa á höf­uðborgarsvæðinu eru fylgjandi því að tollfrjáls innflutningur landbún­aðarvara verði heimill. Einungis 14% þeirra er því andvíg. Afstaða íbúa á landsbyggðinni er gjörólík en 35% þeirra eru fylgjandi tollfrjálsum inn­flutningi. 45% þeirra eru hins vegar andvíg slíku.

Nánar er fjallað um könnuna í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð.