Umtalsverður munur er á afstöðu fólks til tveggja helstu kosta Framsóknarmanna til formennsku í flokknum eftir því hvort um er að ræða almenna kjósendur eða stuðningsmenn Framsóknarflokksins.

Kemur þetta fram í nýrri könnun um afstöðu fólks til Lilju Alfreðsdóttur, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Sigurðar Inga Jóhannssonar, sem Gallup framkvæmdi fyrir Viðskiptablaðið. Grein er frá könnuninni í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun.

Lilja Alfreðsdóttir er ekki efst á lista hvað þetta varðar, en þó segja 25,1% þeirra sem afstöðu taka í könnuninni að hún sé best til þess fallin að gegna embætti formanns flokksins.

Könnunin var framkvæmd dagana 21. til 28. september. Úrtakið var 1.410 manns af landinu öllu og var svarhlutfall 60,2%