*

þriðjudagur, 25. júní 2019
Innlent 22. mars 2017 18:28

Ný lausn Dohop hefur mikla þýðingu

Útlit er fyrir að velta Dohop aukist um helming á þessu ári, að sögn framkvæmdastjóra.

Bjarni Ólafsson
Haraldur Guðjónsson

Velta Dohop jókst um rúm 40% á milli áranna 2015 og 2016 og er útlit fyrir að veltan muni aukast um önnur 50% á þessu ári. Davíð Gunnarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir að ný lausn frá Dohop muni skila margföldum notendafjölda.

Nýja lausnin, sem ber vinnuheitið Dohop Connect, felur að sögn Davíðs í sér grundvallarbreytingu á þeirri þjónustu sem fyrirtækið veitir. „Það sem Dohop hefur alltaf gert er að púsla saman aðskildum flugmiðum og þá hafa notendur sjálfir þurft að gera tvær eða fleira bókanir. Með þessari lausn getur notandinn klárað þetta í einni bókun í gegnum okkar vef. Þá bjóðum við tengivernd, sem þýðir að ef svo óheppilega vill til að hann notandinn missir af tengiflugi þá bókum við hann í næsta mögulega flug honum að kostnaðarlausu.“

Dohop Connect fór í loftið í nóvember, en Dohop hafði áður unnið að sambærilegri lausn fyrir Gatwick flugvöll. „Það sem gerðist nú í mars var að við sömdum við dreifingaraðila, Kayak og Momondo, sem eru einnig keppinautar okkar í flugleit, um að Dohop Connect færi inn í þeirra leitarvélar. Þegar notendur leita að flugleiðum á þessum síðum geta þeir fundið okkur og okkar tengitilboð en áður var það ekki hægt.

Þetta hefur gríðarlega þýðingu fyrir okkur. Þessar vefsíður eru með um 200 milljónir flugleita á mánuði, en til samanburðar hafa flugleitir hjá Dohop verið um ein milljón á mánuði. Með þessu móti komast lausnir okkar fyrir augu miklu fleiri notenda.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:

 • Marshall Restaurant + Bar opnaði í Marshallhúsinu í dag.
 • Styrking krónunnar hefur áhrif á áætlanir Bílaleigu Akureyrar.
 • Fjármálaeftirlitið fær að ákveða veðsetningarhlutfall lána.
 • Hagfræðingur Samtaka iðnaðarins segir að byggingarvísitalan sé að mörgu leyti gölluð.
 • Rætt er við Önnu Felländer hagfræðing sem heldur fyrirlestur á ársfundi SVÞ.
 • Lucy P. Marcus, prófessor í leiðtogafræðum, er tekin tali um stjórnarmenn.
 • Yfirdráttarlán og greiðslukortaskuldir hafa lækkað stöðugt frá árinu 2012.
 • Úttekt á fasteignamörkuðum á Norðurlöndunum.
 • Ítarlegt  viðtal við Gest Pétursson, forstjóra Elkem Ísland.
 • Einar Bárðarson söðlar um og stofnar ráðgjafafyrirtækið Meðbyr.
 • Björn Ragnarsson nýr rekstrarstjóri hópbifreiða hjá Reykjavík Excursion tekinn tali.
 • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs, sem fjallar um fátækt.
 • Óðinn skrifar um Frexit.
Stikkorð: Dohop tekjur DohopConnect lausn
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is