*

þriðjudagur, 23. júlí 2019
Sjónvarp 28. nóvember 2016 11:22

Ný leið fyrir ungt fólk til safna upp í íbúð

Eva Ósk Eggertsdóttir, hjá Almenna lífeyrissjóðnum, fjallaði um fyrstu kaup á fyrstu fasteign á opnum fundi.

Ritstjórn
Hleð spilara...

Almenni lífeyrissjóðurinn og Viðskiptablaðið héldu opinn fund þriðjudagskvöldið 22. nóvember kl. 20:00 undir yfirskriftinni Fyrstu skrefin að fyrstu fasteign.

Á fundinum var fjallað um ný lög um stuðning við kaup á fyrstu fasteign og önnur atriði sem koma sér vel fyrir ungt fólk sem vill eignast þak yfir höfuðið.

Fundurinn var haldinn í þingsal Hótels Natura og var fullt út úr dyrum, en á fundinum töluðu meðal annarra þeir Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins og Bjarni Ólafsson ritstjóri Viðskiptablaðsins.

Gunnar er höfundur bókarinnar Lífið er framundan og fjallaði um notkun séreignasparnaðar í íbúðarkaup og Bjarni fjallaði um þróun fasteignaverðs.

Eva Ósk Eggertsdóttir, hjá Almenna lífeyrissjóðnum, fjallaði um húsnæðissafn sjóðsins, undir yfirskriftinni: Ný leið fyrir ungt fólk til safna upp í íbúð.