Ný lög um skráningu lögheimilis hafa verið samþykkt á Alþingi, þau munu taka gildi þann 1. janúar næstkomandi.

Markmið laganna er að stuðla að réttri skráningu lögheimils á hverjum tíma en jafnframt að tryggja réttaröryggi í meðferð ágreingsmála sem fara fyrir dómsstóla.

Lögin gera það að verkum að þinglýstir eigendur húsnæðis geta komið í veg fyrir lögheimilsskráningar undir þeirra þaki og að Þjóðskrá geti breytt skráningunni óski þeir eftir því. Þá verður aðeins hægt að skrá lögheimili sitt í þeim fasteignum sem skráðar eru sem íbúðarhúsnæði samkvæmt fasteignaskrá Þjóðskrár.

Hjón munu geta skráð lögheimili sitt hvort á sínum stað en en engin breyting verður á lögum um lögheimili barna fráskilinna foreldra.