Auknar kröfur um mat á lánshæfi lántakenda taka gildi á föstudag í samræmi við ný lög um neytendalán. Hákon Stefánsson, framkvæmdastjóri Creditinfo, segir í samtali við Morgunblaðið í dag nýju lögin geta haft í för með sér að draga muni úr neyslu hjá vissum hópum í samfélaginu, sérstaklega skuldsettri neyslu hjá þeim sem miklar líkur eru á að lendi í alvarlegum vanskilum.

Ekki eru þó allir viðmælendur Morgunblaðsins sama sinnis um áhrif laganna.

Þannig telur Haukur Oddsson, forstjóri Borgunar, að afgreiðslutími svonefndra staðgreiðslulána muni aðeins lengjast úr 5 mínútum í 10-15 mínútur.

Jóna Björk Guðnadóttir, lögfræðingur hjá Samtökum fjármálafyrirtækja, telur hins vegar ekki ástæðu til að ætla að erfiðara verði að fá lán.