Þann 1. september 2012 opnaði Land lögmenn lögfræðistofu að Smáratorgi 3, 12. hæð, turninum í Kópavogi. Eigendur eru Atli Már Ingólfsson hdl., Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir hdl., Eiríkur Gunnsteinsson hrl. og Sigurður Jónsson, hrl. Lögmenn stofunnar hafa fjölbreytta reynslu af flestum sviðum lögfræðinnar.

Stofan leggur áherslu á að þjóna fyrirtækjum og viðskiptalífinu. Lögmenn stofunnar hafa m.a. starfað á sviði alþjóðlegra fjárfestinga, alþjóðaviðskipta, við gerð fríverslunarsamninga, endurskipulagningar fyrirtækja og á sviði félagaréttar. Meðal viðskiptamanna eru opinberar stofnanir og ráðuneyti, bankar, alþjóðleg fjárfestingarfyrirtæki og alþjóðastofnanir. Land lögmenn sérhæfa sig enn fremur í eigna- og auðlindarétti.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð.