Lyfjafyrirtækið GlaxoSmithKline vill herja á HIV veiruna með nýrri lyfjablöndu. Eftir að hafa lagt áherslu á því að halda HIV í skefjum, vilja láta reyna á nýja blöndu af tveimur lyfjum til að vinna bug á HIV - með færri aukaáhrifum.

Í frétt Wall Street Journal um málið segir Andrew Witty að nýja blandan gæti breytt öllu, því að venjulega hafi lyfjablandan hafi verið þriggja lyfja, en með þessari breytingu, þá væru lyfin einungis tvö. Það myndi þýða að aukaverkanir væru talsvert minni. Einnig myndi þetta þýða að greiðslubyrði þeirra sem glíma væri lægri.

Því leggur fyrirtækið mikla áherslu á því að sanna virkni þessara tveggja lyfja. Þetta hefði mikil áhrif á framtíð þróunar á lyfjum til að berjast gegn sjúkdómnum.