Stórir matvælaframleiðendur, m.a. Mars, Nestlé, Coca-Cola og Pepsico, gagnrýna harðlega nýja löggjöf í Kína samkvæmt frétt Vegvísis Landsbankans í dag.

Löggjöfinni er ætlað að tryggja rekjanleika matvæla í gegnum kóða sem matvaran fær. Gagnrýni stóru framleiðendanna beinist einkum að því að kerfið muni ekki skila árangri, þar sem lögin gilda ekki fyrir smærri framleiðendur sem valda meiri hluta brota á matvælalöggjöf.

Kínverk yfirvöld hafa lýst því yfir að þau muni vinna með framleiðendum að lausn þeirra vandamála sem kunna að koma upp, en gildistöku laganna hefur verið frestað til loka árs 2009.