Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað nefnd til að meta hæfni umsækjenda um stöðu seðlabankastjóra. Það er í samræmi við lög um Seðlabanka Íslands. Frá þessu er sagt á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins.

Nefndina skipa Guðmundur Magnússon, fyrrverandi rektor Háskóla Íslands, tilnefndur af samstarfsnefnd háskólastigsins, Ólöf Nordal lögfræðingur, tilnefnd af bankaráði Seðlabanka Íslands, og Stefán Eiríksson lögfræðingur, sem skipaður er án tilnefningar og er hann jafnframt formaður hennar

Umsóknarfrestur um stöðu seðlabankastjóra rann út 27. júní sl. Skipunartími Más Guðmundssonar, núverandi seðlabankastjóra, rennur út 20. ágúst nk.