Breska ríkisstjórn tilkynnti að ríkissjóður, ásamt Seðlabanka Bretlands, muni ábyrgjast allar innistæður viðskiptavina sem lagðar eru inn hjá Northern Rock eftir 19. september. Fyrri ábyrgð nær til innlána frá því fyrir þann tíma. Sagt er frá þessu á Vegvísi Landsbankans.

Gengi hlutabréfa í Northern Rock hækkaði um rúmlega 20% í Kauphöllinni í London í morgun eftir að tilkynnt var um ríkisábyrgðina sem á að vara meðan óstöðugleiki ríkir á fjármálamörkuðum. Bankinn hefur hækkað undanfarna daga vegna væntinga um yfirtöku eða samruna við aðra banka og ríkisábyrgðin nú er talin skapa aukið svigrúm til að slíkt geti orðið að veruleika. Northern Rock hefur gengið illa að fá viðskiptavini til að enduropna innlánsreikninga og þurft að reiða sig á lántökur til fjármögnunar. Í vikunni voru lántökur bankans hjá Englandsbanka orðnar tæpir 11 ma.GBP eða 1.356 ma.ISK.