Samsetning Úrvalsvísitölunnar (OMXI15) fyrir tímabilið 1. janúar til 30. júní 2008, hefur nú verið uppfærð. Í Morgunkorni Glitnis segir að Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) og Marel Food Systems (MAREL) komi ný inn í vísitöluna en ekkert félag fellur út.

Fyrstu sex mánuði næsta árs mun vísitalan því samanstanda af 14 félögum á nýjan leik en vegna afskráningar Actavis og Mosaic Fashions hafði fækkað í vísitölunni. Føroya  Banki hefði verið 15. félagið til að koma inní vísitöluna en félagði uppfyllti ekki verðbilsskilyrði vísitölunnar, segir í Morgunkorninu.

Bankarnir vega um 78%

Sem fyrr vega bankarnir þyngst í vægi vísitölunnar eða um 78% en í upphafi núverandi tímabils vógu þeir um 69%. Aukning á vægi Landsbankans (úr 13.74% í 18.04%) og tilkoma SPRON vega þyngst í þessu aukna vægi bankanna, Samkvæmt Morgunkorni Glitnis.