Samskip hefja siglingar á nýrri leið með auknum tengingum við Eystrasaltslöndin 16. ágúst. Um vikulegar siglingar verður að ræða þar sem lagt verður upp frá Reykjavík og siglt til Cuxhaven í Þýskalandi, með viðkomu í Vestmannaeyjum og Færeyjum og þaðan til Gdansk í Póllandi og Klaipeda í Litháen.

Á bakaleiðinni er siglt til Óslóar og Árósa og þaðan til Íslands. „Við sjáum mikla vaxtarmöguleika fyrir bæði innflutning og útflutning með þessari bættu tengingu við Eystrasaltið. Með milliliðalausum flutningi innan siglingakerfis okkar er ávinningur á hverjum viðkomustað með tengingum við víðtækt flutningsnet Samskipa innan Evrópu,” segir Birkir Hólm Guðnason, forstjóri Samskipa.