Ráðgert er að ný sjónvarpsstöð fari í loftið næstkomandi laugardag. Stöðin heitir Stöð Eitt og mun verða opin og ókeypis stöð sem sýnir kvikmyndir.

Tvær myndir verða sýndar á kvöldi, sú fyrsta klukkan 20. Þær verða síðan endursýndar hvor á eftir annarri þar til klukkan 16 daginn eftir.

Guðmundur Atlason, sölustjóri Stöðvar Eitt, segir í samtali við Viðskiptablaðið að til standi að sýna myndir sem hafa verið minna í sýningu en margar þeirra kvikmynda sem allir hafi séð oft og mörgum sinnum. „Við munum sýna myndir sem jafnvel fáir hafa séð eða heyrt um. Þetta verða góðar myndir en hafa farið framhjá fólki, bæði eldri myndir og nýrri. Við munum þó sýna frægar kvikmyndir líka, sérstaklega fyrst um sinn," segir Guðmundur.

Hólmgeir Baldursson, einn stofnenda Skjás 1, er stofnandi Stöðvar Eitt.