Greiningardeild JP Morgan telur að áhættuálag á skuldatryggingar (e. credit default swaps) íslensku bankanna sé of hátt, en segist þó sjá ýmsar blikur á lofti. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá bankanum.

Í skýrslunni, sem er 16 síður að lengd, segir að greiningardeildin telji lánshæfismat íslensku bankanna hjá matsfyrirtækjunum Fitch, Moody's og Standard & Poor's sé of hátt.

Áhætta í rekstri íslensku bankanna sé meiri en hjá sambærilegum fyrirtækjum í Evrópu. Þeir séu meira háðir sveiflukenndum tekjum, hafi minni áhættudreifingu og mun ójafnari fjármögnunaruppbyggingu en búast megi við hjá evrópskum bönkum með A-lánshæfismat, sér í lagi á Norðurlöndum.

Hins vegar telur greiningardeildin áhættuálag skuldatrygginga bankanna of hátt eins og er, en bendir á að staðan geti breyst skjótt og mál eins og fjármögnunarvandamál, viðskiptatap og flókið krosseignarhald milli bankanna og annarra íslenskra fyrirtækja geti ?öðlast sjálfstætt líf?.