Nýir eigendur taka við Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins í dag.

Á vef mbl.is kemur fram að Óskar Magnússon taki formlega við af Einari Sigurðssyni, fráfarandi forstjóra Árvakurs, í dag, en Óskar mun bera titilinn útgefandi.

Óskar leiddi hóp fjárfesta sem keyptu Árvakur af Glitni, helsta kröfuhafa Árvakurs en sem kunnugt er hefur félagið átt í nokkrum erfiðleikum.

Í stjórn félagsins eru:

Sigurbjörn Magnússon, formaður, Helga Steinunn Guðmundsdóttir (einn aðaleigandi Samherja), Bjarni Þórður Bjarnason (Arctica Finance), Ásdís Halla Bragadóttir og Gunnar B. Dungal.   Í varastjórn eru:

Ásgeir Bolli Kristinsson og Ólafur Marteinsson (Rammi, Siglufirði).