Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað nýja stjórn Bankasýslu ríkisins. Í stjórninni sitja Lárus L. Blöndal, hæstaréttarlögmaður, formaður,  Hulda Dóra Styrmisdóttir, hagfræðingur, varaformaður og Sigurjón Örn Þórsson, stjórnmálafræðingur. Varamaður er Egill Tryggvason, viðskiptafræðingur. Hulda Dóra og Egill hafa áður setið í stjórn stofnunarinnar. Þetta kemur fram í frétt á vef Fjármála- og efnahagsráðuneytisins .

Hlutverk stofnunarinnar er að fara með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum í samræmi við lög, góða stjórnsýsluhætti og eigendastefnu ríkisins.