Guðrún Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Lánasjóðs íslenskra námsmanna, var í dag skipuð formaður stjórnar Bankasýslu ríkisins. Það var Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sem skipaði nýja stjórn í stað þeirra sem sagði af sér fyrir tæpum hálfum mánuði.

Guðrún sat um tíma í varastjórn Landsbankans fyrir hönd Bankasýslunnar.

Hana skipa auk Guðrúnar, Jón Sigurðsson, lögmaður hjá Draupni lögmönnum sem áður sat í varastjórn Bankasýslunnar. Hann er jafnframt varaformaður nýrrar stjórnar Bankasýslunnar. Þá var skipuð í stjórnina Hulda Dóra Styrmisdóttir, skrifstofustjóri á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, fyrrverandi stjórnarformaður Nýja-Kaupþings og fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka. Á sama tíma var Egill Tryggvason, starfsmaður Framtakssjóðsins, skipaður í varastjórn Bankasýslunnar. Egill var áður hjá fjármálaráðuneytinu.

Stjórn Bankasýslunnar óskaði eftir því 24. október síðastliðinn að verða leyst frá störfum vegna harðar gagnrýni við ráðningu Páls Magnússonar í stöðu forstjóra Bankasýslunnar.