*

miðvikudagur, 20. október 2021
Innlent 3. júní 2020 10:19

Ný stjórn félags viðskipta- og hagfræðinga

Á aðalfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga var kjörin ný stjórn félagsins fyrir komandi starfsár.

Ritstjórn
Á myndinni má sjá nýja stjórn auk framkvæmdastjóra.

Á aðalfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga var kjörin ný stjórn félagsins fyrir komandi starfsár. Frá þessu er greint á Facebook síðu félagsins. 

Í stjórninni eru: Lilja Gylfadóttir, Hálfdán Steinþórsson, Kristinn Árni Lár Hróbjartsson, Kristjana Sunna Aradóttir, Herdís Helga Arnalds, Brynja Jónbjarnardóttir, Tryggvi Másson, Gylfi Ólafsson, Lára Hrafnsdóttir og Þórarinn Hjálmarsson.

Herdís Helga Arnalds var kjörin formaður stjórnar og tekur við af Birni Brynjúlfi Björnssyni. Gylfi, Hálfdán, Kristjana, Kristinn, Lára og Tryggvi koma ný inn í stjórnina og taka sæti í stað Ásdísar Kristjánsdóttur, Halls Jónassonar, Hugrúnar Halldórsdóttur, Magnúsar Þorláks Lúðvíkssonar og Sölva Blöndal sem víkja úr stjórninni.

Telma Eir Aðalsteinsdóttir er framkvæmdastjóri félagsins.

Stikkorð: og Félag hagfræðinga viðskipta-