Nýverið var haldinn aðalfundur FKA Framtíðar og kosin stjórn fyrir næsta starfsár. FKA Framtíð er nefnd innan Félags kvenna í atvinnulífinu þar sem samankomnar eru yngri konur félagsins.

Í hinni nýju stjórn eru:

  • Ósk Heiða Sveinsdóttir
  • Maríanna Magnúsdóttir
  • Snædís Helgadóttir
  • Hafdís Huld Björnsdóttir
  • Hrefna Sif Jónsdóttir

Í varastjórn sætja þær Steinunn Camilla Stones og Lilja Bjarnadóttir. FKA Framtíð leggur áherslu á að „frá einni til annarrar eflum við hvor aðra og aukum möguleika allra í atvinnulífinu“, að sögn Ósk Heiðu Sveinsdóttur markaðsstjóri Trackwell sem situr í stjórninni.

FKA er ætlað að vera öflugt tengslanet kvenna úr öllum greinum atvinnulífsins og leiðandi hreyfiafl sem efli fjölbreytileika atvinnulífsins. FKA styður kvenleiðtoga í að sækja fram og sameinar þær til aukins sýnileika og þátttöku.