Ný stjórn Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH) hefur verið kjörin fyrir starfsárið 2014-2015. Fjórir nýir tóku sæti í stjórninni í stað þeirra sem gengu úr stjórn en kosið er í embætti stjórnar á tveggja ára fresti.

Félagar FVH eru yfir eitt þúsund talsins og hefur fjölgað umtalsvert á undanförnum árum. Á síðasta starfsári sóttu nokkur hundruð manns viðburði á vegum félagsins en m.a. voru haldnir hádegisverðarfundir um afnám haftaog um þau tækifæri sem felast í oliuleit. Þá framkvæmdi félagið kjarakönnun sem vakti mikla athygli.

Stjórn FVH fyrir komandi starfsár er þannig skipuð:

Formaður stjórnar: Dögg Hjaltalín
Varaformaður og fulltrúi kjaranefndar: Birgir Már Guðmundsson
Gjaldkeri: Magnús Erlendsson
Formaður ritnefndar: Edda Hermannsdóttir
Formaður fræðslunefndar: Auðbjörg Ólafsdóttir
Meðstjórnandi og fulltrúi nýliða: Hjalti Rögnvaldsson
Fulltrúi hagfræðinga: Sigríður Mogensen
Fulltrúi landsbyggðar: Valdimar Halldórsson
Fulltrúi samstarfsfyrirtækis:Sveinn Agnarsson