Hafrannsóknastofnuninni hefur verið skipuð ný stjórn til fjögurra ára í samræmi við lög um rannsóknir í þágu atvinnuveganna.

Þetta kemur fram Andrá, vefriti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins.

Stjórnina skipa:

  • Friðrik Már Baldursson prófessor sem er formaður stjórnarinnar, skipaður án tilnefningar.
  • Árni Bjarnason forseti FFSÍ, tilnefndur sameiginlega af Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands og Sjómannasambandi Íslands.
  • Friðrik J. Arngrímsson frkvstj. LÍÚ tilnefndur af Landssambandi íslenskra útvegsmanna.
  • Gunnþór Ingvason frkvstj. Síldarvinnslunnar, tilnefndur af Fiskifélagi Íslands.
  • Höskuldur Björnsson sérfræðingur á Hafrannsóknastofnuninni, tilnefndur af starfsmönnum Hafrannsóknastofnunarinnar.

Varamenn þeirra, í sömu röð, eru:

  • Björn Friðrik Brynjólfsson aðstoðarmaður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
  • Sævar Bjarnason formaður Sjómannasambands Íslands.
  • Björn Jónsson sérfræðingur hjá LÍÚ.
  • Örn Pálsson frkvstj. Landssambands smábátaeigenda.
  • Valur Bogason útibússtjóri hjá Hafrannsóknastofnuninni.