*

mánudagur, 3. ágúst 2020
Innlent 23. júní 2020 09:44

Ný stjórn hjá ÍMARK

Á aðalfundi ÍMARK 12 júní sl. var kjörin ný stjórn samtakanna.

Ritstjórn
Ný stjórn ÍMARK: Andri Már Kristinsson, Katrín M Guðjónsdóttir, Hildur Björk Hafsteinsdóttir, Guðlaugur Aðalsteinsson, Anna Fríða Gísladóttir, Árni Reynir Alfreðsson og Edda Hermannsdóttir.

Á aðalfundi ÍMARK 12 júní sl. var kjörin ný stjórn samtakanna. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu. Andri Már Kristinsson var kjörinn formaður og tekur við af Maríu Hrund Marínósdóttir sem hefur gengt embættinu frá 2016 eftir að hafa setið í stjórn í þrjú ár. Auk Maríu fer Gunnar K. Sigurðsson úr stjórn eftir fjögurra ára stjórnarsetu. Stjórn ÍMARK þakkar Maríu og Gunnari fyrir metnaðarfullt og óeigingjarnt starf í þágu markaðsmála á Íslandi.

Tveir nýir stjórnarmenn voru kosnir í stjórn félagsins, þær Anna Fríða Gísladóttir, fyrrverandi markaðsstjóri Domino’s og Edda Hermannsdóttir, markaðsstjóri Íslandsbanka.

Jón Þorgeir Kristjánsson sagði á dögunum starfi sínu lausu sem framkvæmdastjóri ÍMARK eftir fjögurra ára starf og tók við stöðu markaðsstjóra Þjóðleikhússins. Stjórn ÍMARK þakkar Jóni Þorgeiri fyrir frábær störf. Með fyrstu verkefnum stjórnar verður því að ráða nýjan framkvæmdastjóra en frekari upplýsingar um starfið er hægt að nálgast á vef ÍMARK, imark.is.

Stjórn ÍMARK er því skipuð eftirtöldum aðilum fyrir starfsárið 2020-2021:

  • Andri Már Kristinsson, formaður ÍMARK og meðeigandi hjá Digido
  • Anna Fríða Gísladóttir, fyrrverandi markaðsstjóri Domino’s
  • Árni Reynir Alfreðsson, markaðsstjóri Byko
  • Edda Hermannsdóttir, markaðsstjóri Íslandsbanka
  • Guðlaugur Aðalsteinsson, Hönnunarstjóri hjá Íslensku auglýsingastofunni
  • Hildur Björk Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Símans
  • Katrín M. Guðjónsdóttir, markaðsstjóri Men&Mice

ÍMARK, félag íslensks markaðsfólks var stofnað árið 1986 og er félag einstaklinga sem hafa áhuga á og/eða starfa við markaðsmál. Tilgangur samtakanna er m.a. að auka veg og virðingu markaðsmála hérlendis og stuðla að auknum skilningi að mikilvægi þeirra.