Nýja Kaupþing hefur kosið stjórnarmenn í eignaumsýslufélag bankans, Eignasel ehf. Eignasel var stofnað til þess að taka yfir eignarhluti í fyrirtækjum sem bankinn eignast, að því er segir í tilkynningu frá bankanum. Þar segir að félagið muni jafnframt, í samstarfi við fyrirtækjaráðgjöf bankans, stýra sölu á eignum þess þegar aðstæður leyfa.

Stjórnina skipa Bergþór Konráðsson, rekstrarhagfræðingur, formaður, Bryndís Hlöðversdóttir, aðstoðarrektor Háskólans á Bifröst og Þröstur Ólafsson, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands.