Kosin var ný stjórn fyrir IP fjarskipti ehf. (Tal) á hluthafafundi í dag en Teymi er eigandi 51% hlutafjár í IP fjarskiptum.

Stjórnina skipa þeir Hermann Jónasson, Hilmar Ragnarsson, Jóhann Óli Guðmundsson og Þórhallur Örn Guðlaugsson.

Í tilkynningu frá Teymi kemur fram að Hilmar og Þórhallur eru tilnefndir af Samkeppniseftirlitinu.

„Þar sem fulltrúar Teymis hafa vikið úr stjórn IP fjarskipta telst Teymi ekki lengur hafa yfirráð yfir félaginu í skilningi reikningsskilastaðla og verður félagið því ekki tekið með í samstæðuuppgjör Teymis,“ segir í tilkynningunni.

Samkeppniseftirlitið ákvað fyrr í vikunni að beita Teymi dagssektum yrði félagið ekki við því að kjósa nýja stjórn. Sjá tengdar fréttir.