Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, hefur skipað nýja stjórn Íslandsstofu. Stjórnin er skipuð samkvæmt lögum til þriggja ára, en skipunartími fyrrverandi stjórnar rann út í ágúst síðastliðnum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Íslandsstofu.

Nýr formaður stjórnar Íslandsstofu er Sigsteinn Páll Grétarsson, framkvæmdastjóri Arctic Green Energy Corporation (SA).

„Stjórnina skipa sjö einstaklingar, valdir til þriggja ára í senn. Utanríkisráðherra skipar fjóra stjórnarmenn eftir tilnefningu Samtaka atvinnulífsins, einn eftir tilnefningu iðnaðarráðherra, einn eftir tilnefningu mennta- og menningarmálaráðherra og einn án tilnefningar. Utanríkisráðherra skipar formann stjórnar að höfðu samráði við aðra tilnefningaraðila. Áheyranarfulltrúi utanríkisráðuneytisins er Júlíus Hafstein.

Aðrir í stjórn eru:
Anna Guðmundsdóttir, fjármálastjóri Gjögur hf. (SA)
Baldvin Jónsson, ráðgjafi (MMR)
Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair (SA)
Hrannar Pétursson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra (UTN)
Inga Birna Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Kosmos & Kaos (ANR)
Vilborg Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Mentor (SA),“ segir í tilkynningunni.