Á hluthafafundi norska tryggingarfélagsins NEMI Forsikring ASA var ný stjórn kjörin og breytingar gerðar í stjórnunarstöðum fyrirtækisins, segir í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Tryggingarmiðstöðin tryggði sér nýlega 74,5% hlut í Nemi.

Nýir meðlimir stjórnarinnar eru Óskar Magnússon, forstjóri Tryggingarmiðstöðvarinnar, Guðmundur Gunnarsson, framkvæmdarstjóri viðskiptaþróunar Tryggingarmiðstöðvarinnar, Anne Gro Sundby og Erling Christiansen frá Advokatfirmaet Schjødt AS og Bjørn Mæhlum frá NEMI.

Nýr forstjóri NEMI er Ivar S. Williksen, en hann var áður formaður sölutryggingasviðs NEMI. Aðrir nýir stjórnendur fyrirtækisins eru Ivar K. Z. Pedersen, Jan Tinus og Sigmund Romskoug.