*

þriðjudagur, 22. júní 2021
Innlent 5. júní 2020 15:25

Ný stjórn Markaðsstofu Norðurlands

Kosið hefur verið í nýja stjórn Markaðsstofu Norðurlands, Viggó jónsson er formaður.

Ritstjórn
Frá vinstri; Heba Finnsdóttir, Edda Hrund Guðmundsdóttir, Viggó Jónsson, Álfhildur Leifsdóttir, Sigrún Hulda Sigmundsdóttir og Þórdís Bjarnadóttir.
Aðsend mynd

Ný stjórn Markaðsstofu Norðurlands var kosin á aðalfundi, sem haldinn var þann 26. maí síðastliðinn.

Hlutskörpust urðu þau Viggó Jónsson frá Drangeyjarferðum, Örn Arnarson, eigandi Hótel Laugarbakka, Heba Finnsdóttir, eigandi veitingastaðanna Bryggjunnar og Striksins og Sigrún Hulda Sigmundsdóttir, hótelstjóri Icelandair hótel Akureyri og koma þau því inn í stjórn ýmist til eins árs eða tveggja.

Úr stjórn fóru Baldvin Esra Einarsson frá Saga Travel sem gegndi formennsku, Arngrímur Arnarson frá Norðursiglingu og Sigurður Líndal Þórisson frá Selasetrinu á Hvammstanga.

Ný stjórn er því eftirfarandi: Viggó Jónsson frá Drangeyjarferðum og formaður, Örn Arnarson, eigandi Hótel Laugarbakka, Heba Finnsdóttir, eigandi veitingastaðanna Bryggjunnar og Striksins og Sigrún Hulda Sigmundsdóttir, hótelstjóri Icelandair hótel Akureyri, Edda Hrund Guðmundsdóttir hótelstjóri Hótel Laxár.

Þá voru þau Þórdís Bjarnadóttir frá Höldur og Tómas Árdal frá Arctic Hotels áfram kjörin varamenn í stjórn.