Ný níu manna stjórn RÚV var kosin á Alþingi nú síðdegis.

Líkt og áður hefur meirihluti á Alþingi sex fulltrúa af níu, og minnihluti þrjá. Deilur spruttu um það á Alþingi hvort meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hefðu gert samkomulag við minnihlutann um að hann fengi fjóra fulltrúa í stað þriggja. Var meirihlutinn í því samhengi sakaður um valdhroka, helmingaskipti, ósannsögli og fleira því um líkt.

Í stjórn RÚV eru nú, sem aðalmenn, þau Guðlaugur Sverrisson, Ingvi Hrafn Óskarsson, Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, Kristinn Dagur Gissurarson, Ásthildur Sturludóttir, Eiríkur Finnur Greipsson, Mörður Árnason, Björg Eva Erlendsdóttir og Friðrik Rafnsson.

Magnús Stefánsson og Margrét Frimannsdóttir, sem fram til þessa voru stjórnarmenn, hlutu ekki endurkjör og munu því víkja úr stjórn.