*

sunnudagur, 25. ágúst 2019
Fólk 6. maí 2012 10:35

Ný stjórn SAF

Árni Gunnarsson er formaður stjórnar Samtaka aðila í ferðaþjónustu.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Ný stjórn Samtaka aðila í ferðaþjónustu hefur skipt með sér verkum og er Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, formaður stjórnar. Þeir sem komu nýir inn í stjórn voru Rannveig Grétarsdóttir hjá Eldingu Hvalaskoðun, Elín Árnadóttir hjá Isavia og Bergþór Karlsson frá Höldur/Bílaleigu Akureyrar. Þeir sem gengu úr stjórn voru Lára B. Pétursdóttir, Congress Reykjavík, Friðrik Pálsson, Hótel Rangá og Sævar Skaptason, Ferðaþjónustu bænda.

Stikkorð: SAF