Á aðalfundi SVÞ-Samtaka verslunar og þjónustu þann 17. mars sl. var Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff, endurkjörin formaður stjórnar.

Aðrir í stjórn voru kjörnir: Finnur Árnason, varaformaður, forstjóri Haga, Guðmundur Halldór Jónsson, aðstoðarforstjóri Norvikur, Guðrún Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Kokku, Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Eimskipafélags Íslands, Hermann Guðmundsson, forstjóri N1 og Sigríður Margrét Oddsdóttir, forstjóri Já Upplýsingaveitna.

Með þessu stjórnarkjöri urðu þau tímamót að þarna urðu konur í fyrsta sinn í meirihluta í stjórn aðildarfélags Samtaka atvinnulífsins, að því er kemur fram í tilkynningu.