*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 22. febrúar 2006 17:14

Ný stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar

Ritstjórn

Ný stjórn var kjörin á aðalfundi Sparisjóðs Hafnarfjarðar á þriðjudaginn síðastliðinn, segir í frétt Fjarðarpóstsins og hættu allir stjórnarmenn, nema Þórður Magnússon.

Nýir stjórnarmenn eru: Magnús Ármann, eigandi Riko Corp og stjórnarmaður í Dagsbrún, Magnús Ægir Magnússon, sparisjóðsstjóri, Jón Auðunn Jónsson, lögmaður og Mattías Páll Imsland, hjá Fons eignarhaldsfélagi.

Það voru gerðar breytingar á stofnsamþykktum sjóðsins sem heimilar að stjórnarmenn þurfa ekki að vera stofnfjáreigendur Sparisjóðsins.

Páll Pálsson, fyrrverandi formaður, gaf ekki kost á sér í stjórn.

Stofnfjáraðilar eru 31 og utan þá sem sátu í stjórn síðasta árs munu Helgi Vilhjálmsson, kenndur við Góu og Matthías Á. Mathiesen, fyrrverandi ráðherra og stjórnarformaður í SPH vera þeir einu sem ekki hafa selt stofnbréf sín.