Á aðalfundi Stjórnvísi nýverið var kjörin ný stjórn félagsins fyrir komandi starfsár. Í stjórninni eru:

  • Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, formaður Stjórnvísi og deildarstjóri viðskiptalausna hjá Advania
  • Ásdís Erla Jónsdóttir forstöðumaður Opna háskólans í HR
  • Guðný Halla Hauksdóttir forstöðumaður þjónustuvers- og innheimtu Orkuveitu Reykjavíkur
  • Ingi Björn Sigurðsson fjárfestingastjóri hjá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins
  • Jón Gunnar Borgþórsson stjórnendaráðgjafi
  • Ósk Heiða Sveinsdóttir forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins
  • Sigríður Harðardóttir mannauðsstjóri Strætó
  • Stefán Hrafn Hagalín deildarstjóri samskiptadeildar Landspítala
  • Steinunn Ketilsdóttir, ráðgjafi hjá Intellecta.

Stjórnvísi er stærsta stjórnunarfélag á Íslandi með yfir 4300 virka félagsmenn frá yfir 370 fyrirtækjum og stofnunum. Félagið heldur um 100 fræðslufundi og ráðstefnur árlega og er opið öllum einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum sem hafa áhuga á stjórnun. Framkvæmdastjóri Stjórnvísi er Gunnhildur Arnardóttir.