Ný stjórn hefur tekið við hjá útgáfufyrirtækinu Fróða hf. og hefur þegar skipt með sér verkum. Nýr stjórnarformaður Fróða er Páll Gíslason, framkvæmdastjóri Gutenberg. Aðrir í stjórn Fróða eru Elías Bjarni Guðmundsson, skrifstofustjóri Odda hf. og Ólöf María Jóhannsdóttir, markaðsstjóri Odda.

Eignarhaldsfélagið Torg ehf., sem er í eigu Prentsmiðjunnar Odda, keypti öll hlutabréf í Fróða fyrir réttum mánuði og tók Knútur Signarsson, framkvæmdastjóri Odda við stöðu framkvæmdastjóra fyrirtækisins.

Í tilkynningu frá Fróðia kemur fram að félagi er; "...öflugt, framsækið og skapandi útgáfufyrirtæki sem hefur um langt árabil verið leiðandi í tímaritaútgáfu á Íslandi með yfir 70% markaðshlutdeild." Fyrirtækið gefur út sjö tímarit en þau eru Nýtt Líf, Mannlíf, Gestgjafinn, Hús og híbýli, Séð og heyrt, Vikan og bOGb.