Á hluthafafundi Vinnslustöðvarinnar var ný stjórn sjálfkjörin. Fundurinn tók einungis átta mínútur. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu á vef VSV.

Í stjórninni sitja því Guðmundur Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækisins Takts, Einar Þór Sverrisson hæstaréttalögmaður, Rut Haraldsdóttir framkvæmdarstjóri hjá Vestmannaeyjabæ, íris Róbertsdóttir kennari og Ingvar Eyfjörð, eigandi Álftavíkur ehf.

Í varastjórn eru Eyjólfur Guðjónsson skipstjóri á Kap VE og Guðmunda Áslaug Bjarnadóttir fiskverkandi í Vestmannaeyjum.

Skipan stjórnar er óbreytt frá endurteknu stjórnarkjöri félagsins á aðalfundi sem fór fram síðastliðinn júlí. Á þeim fundi buðu Guðundur og Hjálmar Kristjánssynir sig fram, en þeir hafa nú dregið framboð sitt til baka.

Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum hafnaði lögbannskröfu Brims um að setja lögbannd á hluthafafundinn.