Ný áhorfendastúka var vígð við Kópavogsvöll í dag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Gunnar Birgisson bæjarstjóri Kópavogs opnuðu stúkuna formlega.

Heildarkostnaður við stúkuna auk lagfæringa á umhverfi hennar kostuðu alls um 900 milljónir króna. Á síðustu sex átum hefur runnið meira en einn milljarður ári til íþróttamannvirkjuuppbyggingar í Kópavogi.