Vegurinn til Mjóafjarðar var ruddur um helgina en hann er lokaður að jafnaði um átta mánuði á ári. Myndatökur fyrir nýja sumarlínu 66°Norður fóru einmitt fram á snjóþungum sumardegi þegar snjóblásarinn var á fullri ferð að ryðja veginn.

Mikill snjór var í Mjóafirði þegar tökur fóru fram eins og sést á myndunum og fyrirsæturnar Emil og Alexandra voru oftar en ekki inni í 5-6 metra háum snjógöngum.

Aðeins um 35 manns búa í Mjóafirði. Það er hátíðardagur þegar vegurinn er loks ruddur og snjóblásarinn má segja að sé því hinn sanni vorboði í huga íbúanna.

© Aðsend mynd (AÐSEND)