*

sunnudagur, 1. ágúst 2021
Innlent 5. júní 2017 17:02

Ný tækifæri fyrir Nóa Síríus

Heimildir Viðskiptablaðsins herma að Nói Síríus hafi landað stórum samningi við Costco.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Costco hefur hrist upp í íslenskum markaði að undanförnu og virðast samkeppnisfyrirtæki hafa þurft að grípa til ýmissa ráða til að bregðast við breyttu samkeppnisumhverfi. Þrátt fyrir að samkeppnisumhverfi ýmissa heild- og smásala hafi breyst til muna að undanförnu er ljóst að það eru ýmis íslensk fyrirtæki sem geta komið til með að hagnast mikið af samstarfi sínu við hinn alþjóðlega verslunarrisa.

Heimildir Viðskiptablaðsins herma til að mynda að sælgætisframleiðandinn Nói Síríus hafi náð stórum samningi um sölu á vörum sínum í sérpökkuðum umbúðum til Costco. Ef salan fer vel af stað hér á landi eru síðan uppi áætlanir um að vörur fyrirtækisins verið einnig seldar í öðrum verslunum Costco erlendis. Þegar leitað var eftir staðfestingu á fréttinni hjá talsmönnum Nóa Síríus voru svörin þau að fyrirtækið játi þessu hvorki né neiti.

Stikkorð: Nói Siríus Costco