Nú hefur vefrisinn Amazon kynnt til leiks nýja útgáfu af rafbók sinni, Kindle. Hin nýja lestölva mun hafa gífurlega langa rafhlöðuendingu, en það þarf ekki að hlaða hana nema á um 9 mánaða fresti.

Kindle-rafbókin nýja heitir Kindle Oasis, og er sú áttunda í röðinni. Bókin hefur verið endurhönnuð og hefur fengið nýstárlegt útlit. Oasis er dýrasta Kindle-græjan til þessa, en hún kostar í grunninn um 289 Bandaríkjadali eða 35 þúsund krónur.

Hún vegur um 130 grömm og er 3,4 millimetra þykk. Hún er þá 20% léttari og 30% þynnri en fyrri útgáfur. Fyrrnefnd aukning rafhlöðuendingar er til komin vegna sérstaks hulsturs sem inniheldur aukalega rafhlöðu.