Engar eignir fundust í þrotabúi byggingarfélagsins Ný uppbygging ehf., en skiptum á því lauk 7. janúar. Kröfur í félagið sem var úrskurðað í gjaldþrot 3. apríl 2019 námu ríflega 215,8 milljónum króna, en Magnús Óskarsson skiptastjóri.

Í nóvemberlok árið 2017 bárust fréttir af því að Vinnueftirlitið hefði bannað alla vinnu við byggingarframkvæmdir félagsins í Mosagötu 4 til 12 í Urriðaholti í Garðabæ, því lífi og heilbrigði starfsmanna var talin hætta búin.

Taldið stofnunin að fallvarnir á vinnupöllum ófullnægjandi, bæði utanhúss og innan, og verkamenn hvorki með hjálma né í öryggisskóm. Þá hafði ekki verið gerðar úrbætur eftir úttektir sem gerðar voru um miðjan júlímánuð hjá félaginu.

Félagið hefur skilað ársreikningum frá árinu 2005, þá sem SÞ ehf., en milli áranna 2007 og 2010 hét það Fjölskyldan ehf., síðan frá 2011 til 2014 var það skráð sem IK innréttingar og smíði ehf., en tók upp nafnið Ný uppbygging árið eftir.