Hönnunarstofan Nordic - Office of Architecture í Noregi varð hlutskörpust í hönnunarsamkeppni um gerð uppbyggingar- og þróunaráætlunar (Masterplan) Keflavíkurflugvallar til næstu 25 ára.

Í tilkynningu segir að vinningstillagan hafi þótt skara fram úr varðandi sjálfbærni og skipulags- og umhverfismál auk þess sem skýr stefna sé sett í tekjusköpun á uppbyggingartíma og rík árhersla á samráð við hagsmunaaðila og nærsamfélag flugvallarins. Tillagan gerir ráð fyrir stækkun flugstöðvarinnar til norðurs og lagningu nýrrar norður-suður flugbrautar vestan við flugvöllinn í framtíðinni.

Fyrirtækið mun á næstu mánuðum vinna að frekari útfærslu á tillögum sínum í samráði við Isavia og er stefnt að því að fullmótaðri uppbyggingar- og þróunaráætlun verði skilað í september næstkomandi.

Í tilkynningunni er haft eftir Elínu Árnadóttur, aðstoðarforstjóra Isavia og formaðnni valnefndar, að nefndin hafi verið einróma í niðurstöðu sinni og að sömuleiðis hafi verið samhljómur í álitsgjöf hagsmunaaðila um vinningstillöguna.

Sigurtillagan gerir ráð fyrir stækkun flugstöðvarinnar til norðurs og lagningu nýrrar norður-suður flugbrautar vestan við flugvöllinn í framtíðinni.
Sigurtillagan gerir ráð fyrir stækkun flugstöðvarinnar til norðurs og lagningu nýrrar norður-suður flugbrautar vestan við flugvöllinn í framtíðinni.

Sigurtillagan gerir ráð fyrir stækkun flugstöðvarinnar til norðurs og lagningu nýrrar norður-suður flugbrautar vestan við flugvöllinn í framtíðinni.
Sigurtillagan gerir ráð fyrir stækkun flugstöðvarinnar til norðurs og lagningu nýrrar norður-suður flugbrautar vestan við flugvöllinn í framtíðinni.