Íbúðalánasjóður áætlar að gefa út íbúðabréf fyrir um 36 til 44 milljarða króna að markaðsvirði á þessu ári . Fram kemur í Morgunpósti IFS Greiningar að ný útlán sjóðsins séu áætluð 23 til 31 milljarður og greiðslur sjóðsins um 71 til 79 milljarðar. Þá segir að þessi áætlun sjóðsins sé í takt við en þó aðeins lægri en spá IFS Greiningar en hún hafi hljóðaði upp á 40 til 50 milljarða útgáfu og greiðslur upp á 72 milljarða.